Fjarþjálfun

Hreyfing - Mataræði - Svefn - Jafnvægi

Heilsuvandamál - Stoðkerfisvandamál - Afrek í íþróttum - Almenn heilsa og hreysti.

Þessi fjarþjálfun er fyrir þig ef þú vilt æfa hvar sem er og þegar þér hentar en á sama tíma hafa þjálfara sem fylgist með mætingu og árangri og tryggir að þú náir hámarks árangri á sem skemmstum tíma.
Ég hef byggt mína fjarþjálfun upp svo að ég geti fylgst eins ítarlega með þér og mögulegt er án þess að vera á sama staðnum.
Í fjarþjálfun hefur þú fullt aðgengi að mér hvenær sem þörf er á.

Næringar- og Lífsstílspróf

Ítarlegt lífsstílspróf hjálpar mér að finna mikilvægar vísbendingar um þitt núverandi líkamsástand.
Með þeim upplýsingum get ég sérsniðið ráðleggingar og ráðgjöf betur að því sem þinn líkami þarf til að ná betri heilsu og bættum árangri!

Líkamsrækt og hreyfing

Þú færð sérsniðið æfingaplan útfrá þinni getu og markmiðum í símann.
Þar fylgja ítarlegar útskýringar og myndbönd með öllum æfingum.
Þar get bæði ég og þú fylgst með mætingu á æfingar, bætingum og árangri.

Ítarleg kennslumyndbönd og fyrirlestrar

Gegnum fjarþjálfun færð þú aðgang að öllu efni sem ég hef framleitt. Ítarleg kennslumyndbönd fyrir æfingar eins og hnébeygju og réttstöðulyftu, netnámskeið, netfyrirlestra o.fl.

Mataræði, Næring og fæðubót

Með einföldu og notendavænu appi fylgist ég með því hvað þú lætur ofan í þig og aðstoða þig við að taka skynsamlegri ákvarðanir með mataræði. Ég færi þér tillögur að máltíðum, millimálum, ráðgjöf varðandi fæðubótarefni og þann stuðning og aðhald sem þarf til að hjálpa þér að gera varanlegar breytingar.